Kæri viðskiptavinur

Það er okkur sönn ánægja að kynna fyrir þér nýja vefverslun þar sem hægt er að panta í gegnum snjallsíma eða tölvu. Markmiðið með vefversluninni er að auka þjónustu og gæði þjónustunnar hjá Takk hreinlæti.

Vefverslunin er aðeins ætluð fyrirtækjum og stofnunum.

Vefverslunin er mjög einföld í notkun og er sérsniðin að hverjum viðskiptavini. Þannig hafa viðskiptavinir aðgang að sínu eigin svæði.

Helstu kostir þess að nota vefverslunina eru:

  • Þægindi og einfaldleiki
  • Færri mistök
  • Tímasparnaður fyrir viðskiptavini
  • Betra yfirlit yfir pantanir (pöntunarsaga)
  • Auðveldara fyrir óvana starfsmenn að panta
  • Staðfesting á pöntunum (Pöntunarstaðfesting berst í tölvupósti)

Viðskiptavinur slær sjálfur inn sína pöntun á þeim tíma sem hentar honum. Þar með er skrefum í pöntunarferlinu fækkað umtalsvert og þ.a.l. stöðum þar sem villur/mistök geta komið upp.

Uppsetning á appinu er mjög einföld, eftir að þú ert búinn að nýskrá þig og fengið notandanafn og lykilorð þá smellir þú á eftirfarandi slóð https://takk-pantanir.eldeysoft.is/ og skráir þig inn. Þar er líka hægt að fá allar leiðbeiningar fyrir notkun og uppsetningu á vefversluninni.

Við hvetjum alla til að setja upp vefverslunina með því að nota leiðbeiningarnar.

Að sjálfsögðu verður alltaf hægt að hafa samband við okkar símleiðis.

Vefversluninni er ætlað að auka þjónustu og þægindi fyrir viðskiptavini.

Ekki hika við að vera í sambandi ef þið þurfið hjálp við að setja upp og byrja að nota appið.

Leiðbeiningar fyrir appið