Eignarréttarfyrirvari á seldum vörum

Seljandi á söluveð í öllum hinum seldu munum til tryggingar endurgreiðslu á samanlögðu kaupverði á útgefnum reikningum fyrirtækisins, auk vaxta og kostnaðar skv. 35. gr laga nr 75/1997 um samningsveð.

Standi kaupandi ekki í skilum með greiðslu kaupverðs er seljanda heimilt hvort heldur hann vill selja hið veðsetta nauðungarsölu án undangengis dóms, sáttar eða aðfarar til fullnustu kröfu sinni eða rifta samningi um söluveð og krefjast afhendingar hinna veðsettu muna úr hendi kaupanda.

Söluveðið fellur ekki brott af hinum seldu munum fyrr en kaupverðið er að fullu greitt. Óheimilt er að selja hið veðsetta, breyt því eða skeyta því við aðra hluti þannig að hætta sé á að söluverðið glatist.

Samþykktir víxlar, skuldabréf eða greiðsla með ávísun fella ekki brott söluveðið fyrr en full greiðsla hefur borist